Samband íslenskra sveitarfélaga ræður af og til nýtt starfsfólk til sín en þar eru nú að vinna þrír Sunnlendingar sem hafa látið til sín taka á sviði sveitarstjórnarmála.
Þar skal fyrstan telja Karl Björnsson, framkvæmdastjóra sambandsins sem var bæjarstjóri á Selfossi á árunum 1986 til 1998 og svo fjögur næstu ár í Árborg. Þá er það Magnús Karel Hannesson, sviðstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, sem var oddviti Eyrarbakkahrepps hins forna í 16 ár.
Loks er það Margrét Sigurðardóttir, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, sem er nýráðinn til sambandsins, en hún var sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps 2003 til 2006 og Flóahrepps frá 2006 til 2014.
Þá má geta þess að fjórði Sunnlendingurinn hjá sambandinu, Valur Rafn Halldórsson, Ölfusingur og sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði sambandsins, tók meðfylgjandi mynd af þremenningunum.
Karl býr í Reykjavík, Magnús Karel á Eyrarbakka, Margrét í Kópavogi og Valur Rafn í Þorlákshöfn.