Sævar er ungur vísindamaður ársins

Ungur vísindamaður ársins 2012 á Landspítala er Selfyssingurinn Sævar Ingþórsson, líffræðingur og doktorsnemi.

Tilkynnt var um þetta á uppskeruhátíð vísindastarfs á spítalanum, Vísindum á vordögum, sem hófst í dag.

Sævar er fæddur árið 1981 og lauk B.S. prófi í líffræði frá raunvísindadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaraprófi í líf- og læknavísindum frá læknadeild Háskóla Íslands 2008. Hann hóf doktorsnám í líf- og læknavísindum við læknadeild HÍ 2009 og starfar á rannsóknastofu í stofnfrumufræðum.

Samhliða rannsóknum sínum hefur Sævar leiðbeint íslenskum og erlendum nemum, ásamt kennslu í vefjafræði við læknadeild. Hann hefur hlotið ýmsa rannsóknarstyrki.

Fyrri greinSkora á Alþingi að hafna breytingum á rammaáætlun
Næsta greinSelfosskonum skellt á heimavelli