Sækja slasaða konu við Hrómundartind

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Klukkan 22:00 voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna konu sem slasaðist við Hrómundartind í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Konan var á göngu á Kattatjarnarleið þegar hún slasaðist á fæti og getur hún ekki gengið á sjálfsdáðum.

Vel gekk fyrir hana að koma staðsetningu sinni til Neyðarlínu og eru björgunarsveitir á leið til hennar úr tveimur áttum.

Fyrri greinHamar opnaði Íslandsmótið á sigri
Næsta greinGeysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga