Safnað fyrir færanlegum svifryksmæli

Umhverfisstofnun hefur nú á ný komið upp svifryksmæli á Hvolsvelli sem verður staðsettur þar í vetur.

Lánsmælir frá Reykjavíkurborg var tekinn niður á Hvolsvelli í júní og voru margir íbúar ósáttir við það. Svifryksmælar frá Umhverfisstofnun eru nú staðsettir á Hvolsvelli, Raufarfelli og í Vík í Mýrdal.

Einnig er í bígerð söfnun fyrir svifryksmæli sem notaður verður á Suðurlandi. Efnt verður til áheita hlaups eða göngu en SASS, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Rangárþing eystra munu skipuleggja átakið.

Hugsunin er að safna fyrir svifryksmæli sem yrði færanlegur og nýttist á Suðurlandi eftir því sem þörf er á hverju sinni.

Fyrri greinUndirbúningur Safnahelgar hafinn
Næsta greinSundlaugarvatnið hálfri milljón dýrara