Safna fyrir fjölskyldu Benedek

Illes Benedek Incze var frá Ungverjalandi en búsettur í Vík í Mýrdal.

Vinir og samstarfsfélagar Illes Benedek Incze sem lést í Reynisfjalli í Mýrdal í september síðastliðnum hafa hrint af stað söfnun til styrktar fjölskyldu hans.

Benedek hvarf af heimili sínu aðfaranótt 16. september og leit að honum bar ekki tilætlaðan árangur. Hann fannst svo látinn í Reynisfjalli þann 19. september.

„Fjölskylda Benedeks er eins og gefur að skilja í sárum. Þau hafa einnig þurft að taka á sig mikinn ferðakostnað, vinnutap og uppihald á Íslandi í gegnum þennan hræðilega atburð. Við viljum gera það sem við getum til að létta undir með fjölskyldunni og aðstoða þau við að gefa okkar ástkæra Benedek fallega útför og því höfum við ákveðið, með samþykki fjölskyldu hans að hrinda af stað söfnun,“ segir í tilkynningu frá Þóreyju í Smiðjunni, en Benedek var starfsmaður þar.

„Við viljum jafnframt senda þakkir á alla þá sem komu að leitinni og aðstoðuðu lögreglu, björgunarsveit og fjölskylduna á meðan leit stóð,“ bætir Þórey við.

Reikningurinn er í hennar nafni og mun allt renna óskert til fjölskyldu Benedeks. Reikningur: 0305-26-002459, kennitala: 170488-2459.

Fyrri greinNý Ölfusárbrú: „Tími framkvæmda er runninn upp“
Næsta greinNýr miðbær stuðlar að blómstrandi mannlífi, þjónustu og menningu