Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði ökumann í liðinni viku sem grunaður er um að aka undir áhrifum fíkniefna.
Maðurinn reyndist vera með um 70 grömm af kannabis í fórum sínum ásamt áhöldum sem bentu til dreifingar efna.
Maðurinn kvaðst hafa verið að byrgja sig upp vegna yfirvofandi COVID-19 sóttkvíar.
Þrír aðrir ökumenn voru stöðvaðir í vikunni grunaðir um fíkniefnaakstur og ók einn þeirra um próflaus vegna eldra brots og sviptingar.