Björgunarsveitir um allt land selja Neyðarkallinn um helgina og hefur salan gengið mjög vel.
Liðsmenn Björgunarfélags Árborgar hafa staðið vaktina í verslunum á Selfossi í gær og í dag. Á morgun verða þeir í Bónus og Kjarnanum auk þess að keyra heim á bæi í dreifbýli Árborgar.
Ármann Ingi Sigurðsson, formaður BFÁ, segir söluna hafa gengið vel hjá félaginu og sömu sögu sé að segja hjá öðrum sveitum. „Þetta er orðin stærsta fjáröflun flestra björgunarsveita á eftir flugeldasölunni. Sumsstaðar er Neyðarkallinn reyndar aðal fjáröflun sveitanna,“ sagði Ármann í samtali við sunnlenska.is.