Á morgun, laugardaginn 28. júní kl. 14:00, verður þess minnst á Teygingalæk á Brunasandi í Vestur-Skaftafellssýslu, að sama ættin hefur búið á jörðinni í 150 ár.
Afhjúpaður verður minnisvarði helgaður þessum tímamótum og óðalsbóndinn Ólafur Jón Jónsson, mun greina stuttlega frá ábúendasögu jarðarinnar ásamt því að húsráðendur bjóða gestum upp á kaffisopa.
Sveitungar, vinir og venslamenn eru boðnir hjartanlega velkomnir.