Sameining samþykkt í Mýrdalshreppi

Vík í Mýrdal. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Meirihluti íbúa Mýrdalshrepps samþykkti tillögu um sameiningu við Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Skaftárhrepp.

Já sögðu 133 eða 50,7% en nei sögðu 122 eða 46,6%. Tillagan var því samþykkt í Mýrdalshreppi.

Auðir seðlar og ógildir voru 7, eða 2,7%.

Á kjörskrá voru 370 einstaklingar, samtals greiddu 262 atkvæði eða 71% af þeim sem voru á kjörskrá.

Fyrri greinSameiningartillagan naumlega samþykkt í Rangárþingi ytra
Næsta greinTillagan samþykkt í Rangárþingi eystra