Tillaga um sameiningu sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps var felld í sameiningarkosningu í dag.
Kosningarnar voru bindandi og þurfti meirihluta samþykki íbúa allra sveitarfélaganna sem koma að verkefninu svo af yrði. Íbúar Ásahrepps kolfelldu sameiningartillöguna en hún var samþykkt í hinum sveitarfélögunum fjórum.
Fyrir kosningarnar hafði það verið gefið út að ef íbúar í einu sveitarfélagi felldu tillöguna myndu aðrar sveitarstjórnir eiga aftur samráð við íbúa áður en tekin verður ákvörðun um hvort þau sveitarfélög sameinist.
Samtals voru 3.452 á kjörskrá í sveitarfélögunum fimm og greiddu 2.562 atkvæði, eða 74,2%.
Úrslitin í Ásahreppi
Úrslitin í Rangárþingi ytra
Úrslitin í Rangárþingi eystra
Úrslitin í Mýrdalshreppi
Úrslitin í Skaftárhreppi