Íbúar Rangárþings ytra samþykktu naumlega tillögu um að sameinast Ásahreppi, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi.
Já sögðu 453 eða 49,8% en nei sögðu 435 eða 47,8%. Tillagan var því samþykkt í Rangárþingi ytra.
Auðir seðlar og ógildir voru 22 eða 2,4%.
Á kjörskrá voru 1.247 einstaklingar, samtals greiddu 910 atkvæði eða 73% af þeim sem voru á kjörskrá.