Sameiningu Landsbankans og Sparisjóðsins að ljúka

Þann 29. mars voru Landsbankinn og Sparisjóður Vestmannaeyja sameinaðir samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.

Öll útibú sparisjóðsins eru nú útibú Landsbankans og á þeim stöðum þar sem bæði fyrirtækin höfðu starfsemi hafa útibú og afgreiðslur verið sameinuð.

Frá og með fimmtudeginum 14. maí munu öll viðskipti viðskiptavina Sparisjóðs Vestmannaeyja færast endanlega í Landsbankann. Í tilkynningu frá bankanum segir að leitast hafi verið við að gera þessar breytingar eins þægilegar fyrir viðskiptavini og kostur er.

Reikningar viðskiptavina hjá Sparisjóði Vestmannaeyja verða sýnilegir í netbanka Landsbankans síðari hluta dags, fimmtudaginn 14. maí. Lesaðgangur að Heimabanka Sparisjóðsins verður opinn í þrjá mánuði frá þeim degi, en ekki er hægt að framkvæma neinar aðgerðir.

Útibúanúmer breytast og verður númer útibúsins á Selfossi 0189.

Vegna þessara breytinga verður Þjónustuver Landsbankans opið á uppstigningardag 14. maí, laugardag 16. maí og sunnudag 17. maí frá kl. 10.00 – 14.00 alla dagana.

Fyrri greinViðar og Jón Daði á skotskónum
Næsta greinSelfyssingum hrósað fyrir uppbyggingarstarf sem aðrir njóta góðs af