Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa tekið höndum saman í Ölfusi og bjóða fram undir merkjum félagshyggjufólks í Ölfusi.
Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri Eldhesta á Völlum í Ölfusi, er oddviti listans sem hefur fengið úthlutað listabókstafnum Ö.
Þetta er í fyrsta skipti sem Vg kemur að framboði til sveitarstjórnar í Ölfusi. Samfylkingin fékk einn mann kjörinn í síðustu kosningum, Dagbjörtu Hannesdóttur, sem nú er gengin í raðir Sjálfstæðismanna.
Listann skipa eftirtaldir aðilar:
1. Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri, Völlum Ölfusi
2. Sigurlaug B. Gröndal, verkefnastjóri, Þorlákshöfn
3. Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri, Þorlákshöfn
4. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri, Þorlákshöfn
5. Einar Bergmundur Arnbjörnsson, forstöðumaður, Ölfusi
6. Íris Ellertsdóttir, forstöðumaður, Þorlákshöfn
7. Daníel Haukur Arnarsson, verkamaður, Þorlákshöfn
8. Sigþrúður Harðardóttir, grunnskólakennari, Þorlákshöfn
9. Júlíus Kristjánsson, starfsmannastjóri, Þorlákshöfn
10. Ingibjörg Þorgerður Þorleifsdóttir, sérkennari, Þorlákshöfn
11. Saulius Blazevicius rafvirki, Þorlákshöfn
12. Einar Ármannsson, verkamaður, Þorlákshöfn
13. Elsa Unnarsdóttir, ellilífeyrisþegi, Þorlákshöfn
14. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, Þorlákshöfn