Samfylkingin í Suðurkjördæmi býður til opins kaffifundar á Selfossi laugardaginn 2. nóvember við Eyraveg 15, húsið opnar klukkan 10:00.
Á fundinum munu frambjóðendur Samfylkingarinnar, þau Víðir Reynisson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Arna Ír Gunnarsdóttir, taka á móti gestum og ræða málefni dagsins. Þau vilja hitta sem flesta, heyra hvað skiptir fólk máli og kynna helstu áherslur Samfylkingarinnar fyrir framtíð Íslands.
Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að þessi viðburður sé kjörið tækifæri fyrir íbúa Suðurkjördæmis til að kynnast frambjóðendunum og þeim stefnumálum sem Samfylkingin hefur lagt mikla vinnu í á undanförnum tveimur árum. Lögð verður sérstök áhersla á málefni sem snerta líf og framtíð fólks í Suðurkjördæmi og hvernig Samfylkingin hyggst vinna að sterkari, sjálfbærari og sanngjarnari framtíð fyrir landið allt.
„Við hvetjum alla til að taka þátt og hlökkum til að sjá sem flesta og taka samtalið.“