Samfylkingin stærst í Suðurkjördæmi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Samfylkingin mælist stærst í Suðurkjördæmi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Suðurkjördæmi er eitt sterkasta vígi Flokks fólksins.

Rík­is­út­varpið birti þjóðar­púls Gallup í síðustu viku en mbl.is birti í gærkvöldi gögn frá fyr­ir­tæk­inu þar sem niður­stöðunum er skipt upp eft­ir kjör­dæm­um.

Í Suðurkjördæmi er Samfylkingin stærst, með 25,1% og Miðflokkurinn með 21,4%. Sjálfstæðisflokkurinn fær sína bestu mælingu á landsvísu í Suðurkjördæmi, 15,9%.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar, yrði ekki kjör­dæma­kjör­inn þingmaður Fram­sókn­ar miðað við þessa mæl­ingu en flokk­ur­inn mæl­ist með 7,5% fylgi.

Suður­kjör­dæmi er eitt sterk­asta vígi Flokks fólks­ins en flokk­ur­inn mæl­ist með 9,2% fylgi.

Sjá nánar í frétt mbl.is

Heimild: Gallup

Fyrri greinÆsispenna í fyrsta heimasigri Hamars/Þórs
Næsta greinStockholms Manskör og Karlakór Selfoss í Skálholtskirkju