Samfylkingin mælist stærst í Suðurkjördæmi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Suðurkjördæmi er eitt sterkasta vígi Flokks fólksins.
Ríkisútvarpið birti þjóðarpúls Gallup í síðustu viku en mbl.is birti í gærkvöldi gögn frá fyrirtækinu þar sem niðurstöðunum er skipt upp eftir kjördæmum.
Í Suðurkjördæmi er Samfylkingin stærst, með 25,1% og Miðflokkurinn með 21,4%. Sjálfstæðisflokkurinn fær sína bestu mælingu á landsvísu í Suðurkjördæmi, 15,9%.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, yrði ekki kjördæmakjörinn þingmaður Framsóknar miðað við þessa mælingu en flokkurinn mælist með 7,5% fylgi.
Suðurkjördæmi er eitt sterkasta vígi Flokks fólksins en flokkurinn mælist með 9,2% fylgi.
Heimild: Gallup