Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn fer fram á Laugarvatni á laugardag en það er í áttunda sinn sem keppnin er haldin. Um það bil 600 keppendur eru skráðir til leiks og munu þeir hjóla eftir mikið endubættum vegum uppsveita Árnessýslu.
Keppnin verður ræst klukkan 16:00 þetta árið og vert að vekja athygli vegfarenda á svæðinu í kringum Laugarvatn og Bláskógarbyggð að frá og með klukkan 16:00 má búast við stuttum umferðatöfum á svæðinu. Heiðursgestur KIA Gullhringsins í ár, Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra, mun ræsa keppnina í ár.
Ráðherran verður í góðum félagsskap því allir bestu hjólreiðamenn landsins verða að keppa eða fylgjast með keppninni enda stærsti hjólreiðviðburður sumarsins.
„Okkur fannst rétt að bjóða ráðerranum að vera með okkur og ræsa keppnina. Hann er æðsti maður maður samgangna á landinu og núna í sumar er búið að endurbæta vegakerfið þarna í kringum Laugarvatn fyrir um það bil 400 milljónir og allt annað að fara þarna um svæðið. Við vildum bara sýna að eftir því er tekið og heiðra ráðherrann og fá hann til að taka þetta verk að sér í ár, að ræsa keppnina,“ segir Einar Bárðarson stofnandi keppninar.
KIA Gullhringurinn er haldin á Laugarvatni ár hvert og hjólað er um margar þekktustu náttúruperlur Íslands um leið og hjólað er um þekktustu söguslóðir þjóðarinnar, Skálholt, Bræðratungu svo ekki sé nú minnst á Þingvelli. Hefð hefur skapast fyrir því að stór hópur áhorfenda safnast saman á Laugarvatni og út frá Laugarvatni alveg upp að Biskupstungna braut og niður eftir Tungunum safnast fólk saman við þjóðveginn og hvetur keppendur áfram og fylgist með sér til skemmtunar.