Borgarafundur var haldinn í gærkvöldi í Mýrdalshreppi þar sem nýju framboðin, L- Listi framtíðarinnar og T- listi Traustra innviða kynntu stefnumál sín.
Hvoru tveggja eru ný framboð en M-listi og B-listi, sem nú sitja í sveitarstjórn bjóða ekki fram að þessu sinni.
Á fundinum í gærkvöldi kom fram að bæði framboðin ætla að vinna með samgönguráðherra í því að koma í framkvæmd láglendisvegi með stuttum jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Veglínan hefur verið deilumál í aðdraganda síðustu tveggja sveitarstjórnarkosninga í hreppnum en M-listinn bauð fram árin 2010 og 2014 og beitti sér gegn nýrri veglínu.
Mikil samstaða virðist vera um önnur kosningamál í Mýrdalshreppi sem flest snúast um innvið samfélagsins sem er í mjög mikilli upppbyggingu.