Samið um breytingar á Árnesi

Sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverja­hrepps hefur samið við Tré og Straum ehf. vegna breytinga á félagsheimilinu Árnesi.

Þremur aðilum var gefinn kostur á bjóða í verkið en tveir aðilar lögðu inn tilboð. Tré og Straumur ehf. og Þrándarholt sf.

Ákveðið að taka tilboði Tré og Straums ehf sem hljóðar upp á kr. 18.382.000.- án frávika og oddvita falið að ganga frá samningi.

Fyrri greinBíða með áfrýjun, telja þjónustu veitta
Næsta greinHúsaleigukostnaður vegna eldgoss styrktur