Landsvirkjun og RARIK hafa samið við eigendur tveggja þriðju hluta vatnsréttinda í Hólmsá í Skaftártungu vegna virkjunaráforma.
Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að áætla megi að leiguverðið sé í heild um 300 milljónir króna.
Ekki hefur verið gengið frá nauðsynlegum breytingum á aðalskipulagi vegna virkjana. Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir að samkeppni ríki á orkumarkaðnum og að Landsvirkjun þurfi því að tryggja réttindi sín fyrr í ferlinu en áður var. Tillaga að breytingum á skipulaginu er nú til umfjöllunar í sveitarstjórn Skaftárhrepps.