Samið um skólaakstur

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Guðmund Tyrfingsson ehf. á Selfossi um skólaakstur fyrir sveitarfélagið að loknu útboði.

Í haust bauð Árborg út akstur í þremur þáttum, þ.e. skólaakstur, akstur vegna ferðaþjónustu fatlaðra og fyrir notendur dagdvalar aldraðra og loks ýmsan tilfallandi akstur fyrir félagsmiðstöð o.fl.

Fyrir skömmu var gengið frá samningi milli Árborgar og GT um skólaakstur fyrir sveitarfélagið og verður væntanlega gengið frá samningum um akstur á grundvelli annarra þátta útboðsins á næstunni.

Fyrri greinVilji til að koma Hamri á fjárlög
Næsta greinKynningarfundur á Klaustri