Samið um starfslok Þorkels

Þorkell Ingimarsson mun láta af störfum sem skólastjóri Víkurskóla um næstu mánaðamót og hefur sveitarstjóra verið falið að auglýsa eftir skólastjóra og kennara við skólann.

Í tilkynningu frá Ásgeiri Magnússyni, sveitarstjóra, segir að þetta sé gert í kjölfar ólgu sem kom upp í samfélaginu í vor og tengdist Víkurskóla.

Ákvað sveitarstjórn Mýrdalshrepps að láta gera sálfélagslega úttekt á líðan starfsfólks í skólanum og var niðurstaðan sú að ekki yrði hjá því komist að breyta um yfirstjórn í skólanum.

Fyrri greinFólkið sem lenti í Villingavatni látið
Næsta greinNetaveiðibændur segja ákvörðun aðalfundar ólöglega og ómerka