Lægsta tilboð í jarðvinnu vegna gervigrasvallar á Vorsabæjarvöllum í Hveragerði hljóðaði upp á rúmar 8,5 milljónir króna, eða um 60% af kostnaðaráætlun.
Tilboð voru opnuð á síðasta bæjarráðsfundi en alls bárust átján tilboð í verkið. Arnon ehf. í Hveragerði átti lægsta tilboðið sem uppfyllti skilyrði útboðsgagna, upp á rúmar 8,5 milljónir króna. Kostnaðaráætlun í verkið var rúmar 14,3 milljónir króna.
Í þessum fyrsta áfanga verksins verður jarðvegsskipt fyrir tæplega 5.000 m2 mannvirki. Í næsta áfanga verður æfingavöllurinn lagður gervigrasi á 2/3 flatarins og standa vonir til að sá hluti verði tilbúinn á næsta ári.