Samið við Vörðufell um leikskólabyggingu

Í morgun var undirritaður verksamningur við Vörðufell ehf. á Selfossi um tæplega 500 m2 viðbyggingu við leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn.

Viðbyggingin hýsir tvær deildir, eldhús og aðstöðu fyrir starfsfólk auk annarra fylgirýma.

Tilboð Vörðufells ehf hljóðaði upp á rúmar 119,2 milljónir króna og eiga þeir að skila byggingunni 15. september á næsta ári.

Á myndinni sem fylgir fréttinni eru (f.v.) Valdimar Bjarnason framkvæmdastjóri Vörðufells ehf, G. Ásgerður Eiríksdóttir, leikskólastjóri, Dagný Erlendsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og Guðmundur Baldursson, bæjarfulltrúi.

Fyrri greinÞurfti ekki að hugsa sig lengi um
Næsta greinDagur sauðkindarinnar á laugardaginn