Í morgun var undirritaður verksamningur við Vörðufell ehf. á Selfossi um tæplega 500 m2 viðbyggingu við leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn.
Viðbyggingin hýsir tvær deildir, eldhús og aðstöðu fyrir starfsfólk auk annarra fylgirýma.
Tilboð Vörðufells ehf hljóðaði upp á rúmar 119,2 milljónir króna og eiga þeir að skila byggingunni 15. september á næsta ári.
Á myndinni sem fylgir fréttinni eru (f.v.) Valdimar Bjarnason framkvæmdastjóri Vörðufells ehf, G. Ásgerður Eiríksdóttir, leikskólastjóri, Dagný Erlendsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og Guðmundur Baldursson, bæjarfulltrúi.