Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um reglubundið farþegaflug til Hornafjarðar. Um er að ræða samning til þriggja ára þar sem flogið er átta sinnum í viku á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar.
Samningurinn gerir ráð fyrir að flogið sé á 19 sæta flugvél og vélin sé búin jafnþrýstibúnaði.
Vegagerðin býður út samninga við flugfélög um ríkisstyrkt innanlandsflug og í dag eru fimm flugleiðir styrktar. Flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefur verið boðið út en samningum er ekki lokið.