Samið við Guðmund Tyrfingsson um akstursþjónustu

Gísli Halldór og Tyrfingur skrifuðu undir samninginn. Ljósmynd/arborg.is

Sveitarfélagið Árborg hefur samið að undangengnu útboði við Guðmund Tyrfingsson um skólaakstur, akstur fyrir félagsþjónustu, frístundaakstur og innanbæjarstrætó í sveitarfélaginu.

Guðmundur Tyrfingsson (Gts. ehf.) voru lægstir í útboði sem fram fór fyrr í vor og er samningurinn til 5 ára með möguleika á framlengingu. Þjónustan hefst 1. ágúst næstkomandi fyrir alla þjónustuþætti nema innanbæjarstrætó sem hefst 1. janúar 2021.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar og Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri GTs. ehf. skrifuðu undir samninginn en með þeim eru Þorsteinn Hjartarson, sviðstjóri fjölskyldusviðs Árborgar, Helga María Pálsdóttir, bæjarritari og Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar.

Fyrri greinAusturvegi lokað við Rauðholt
Næsta greinDaníel framlengir samning við Selfoss