Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Fræðslunet Suðurlands, Háskólasetur Suðurlands og fleiri stofnanir um að þær leigi húsnæði Sandvíkurskóla á Selfossi.
Eins og Sunnlenska hefur sagt frá hafa samningaviðræður staðið yfir og verður gengið endanlega frá samningnum á næstunni.
Vinna við endurbætur á húsnæðinu verður boðin út í vikunni og er reiknað með að stofnanirnar flytji inn í Sandvíkurskóla í desember á þessu ári.