Boðað hefur verið til mótmælafundar við Hótel Selfoss, ármegin, síðdegis á mánudag til að mótmæla niðurskurði á HSu.
Kl. 17 á mánudag munu sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi funda með heilbrigðisráðherra, þingmönnum og forsvarsmönnum heilbrigðisstofnana á Suðurlandi á veitingastaðnum Riverside í Hótel Selfoss.
Sunnlendingar eru hvattir til að fjölmenna fyrir utan Riverside á sama tíma og sýna þar samstöðu með heilbrigðisstofnununum á Suðurlandi.
Til samstöðufundarins boða Samband sunnlenskra kvenna, Verkalýðsfélag Suðurlands, Búnaðarsamband Suðurlands, Verslunarmannafélag Suðurlands, Báran stéttarfélag, Félag iðn- og tæknigreina, Félag opinbera starfsmanna á Suðurlandi, Drífandi stéttarfélag, Atorka – Félag atvinnurekanda á Suðurlandi, Efling stéttarfélag, Samtök sunnlenskra sveitafélaga og Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi.