Í gær bauð starfsmannafélag Vallaskóla á Selfossi kennurum úr Fjölbrautaskóla Suðurlands til samstöðukaffisamsætis á kaffistofu starfsmanna í Vallaskóla.
Fjölmennt var á kaffistofunni þar sem fólk gæddi sér á kaffi og jólasmákökum og ræddi stöðuna.
Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður starfsmannafélags F.Su., hélt stutta tölu þar sem hann þakkaði starfmönnum Vallaskóla auðsýndan stuðning á erfiðum tímum.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá samkomunni.