Samvinnulistinn með hreinan meirihluta

Gjáin í Þjórsárdal. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

L-listinn, Samvinnulistinn, sigraði í kosningunum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og er með hreinan meirihluta.

Þrjú ný framboð voru í kjöri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og fékk L-listinn 50,4% og þrjá menn kjörna. E-listi Uppbyggingar fékk 31,2% og einn mann kjörinn og U-listi Umhyggju, umhverfis og uppbyggingar fékk 18,4% og einn mann kjörinn. Kjörsókn var mjög góð í hreppnum, 87,1%.

Sveitarstjórn verður þannig skipuð:
(L) Haraldur Þór Jónsson
(L) Vilborg M. Ástráðsdóttir
(L) Bjarni H. Ásbjörnsson
(E) Gunnar Örn Marteinsson
(U) Karen Óskarsdóttir

Fyrri greinStórtíðindi úr Hveragerði: D-listinn kolfallinn
Næsta greinÓbreytt í Bláskógabyggð