Stærð Sandkluftavatns í Þingvallasveit er breytileg yfir árið en vatnið, sem er norðaustan við Ármannsfell nær upp undir Ormavelli þegar það er sem stærst.
Stærð vatnsins ræðst iðulega af ofankomu og hefur vatnsyfirborðið því oft verið lágt en sjaldan eins og nú.
Á Facebooksíðu Þjóðgarðsins á Þingvöllum eru birtar myndir af vatninu þar sem jarðvegurinn á botni vatnsins bókstaflega fýkur burt í snarpri norðanáttinni eftir viðvarandi þurrkatíð svo af verður mikið sjónarspil.