Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista sjálfstæðismanna í Árborg, hefur ákveðið að bjóða sig fram á lista flokksins í vor. Hún setur stefnuna á annað sætið.
Ákvörðun um tilhögun uppstillingar á lista D-listans verður tekin á fundi í kvöld en uppstillingarnefnd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árborg mun leggja til á fundinum að viðhaft verði prófkjör
Sandra Dís varð fjórða í prófkjöri fyrir fjórum árum.
„Undanfarin fjögur ár hafa verið lærdómsrík og gaman að taka þátt í því starfi og uppbyggingu sem verið hefur í gangi á þessum tíma,“ sagði Sandra í samtali við Sunnlenska. „Mig langar að vinna áfram að þeim verkefnum sem við erum að fást við,“ segir hún jafnframt.
Sandra hefur á kjörtímabilinu verið formaður fræðslunefndar sveitarfélagsins Árborgar og um tíma fulltrúi í stjórn SASS.