Sandra Rún Jónsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga. Hún hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi.
Sandra Rún er 26 ára og er með bakkalár gráðu frá Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun auk meistaragráðu frá Barklee Collage of Music. Hún starfar nú sem skóla- og hljómsveitarstjóri hjá Skólahljómsveit Austurbæjar en hefur einnig sinnt tónlistarkennslu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskólann í Garði auk þess að starfa sem deildarfulltrúi við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Umsækjendur voru átta talsins og voru þeir allir boðaðir í viðtal.