Sandrif að myndast við höfnina

Herjólfur fór fyrstu ferð dagsins í dag til Þorlákshafnar vegna óhagstæðs sjólags við Landeyjahöfn.

Að sögn skipstjórans virðist sandrif vera að myndast austan við höfnina þar sem ólag getur myndast þegar aldan skellur á því. Reynt verður að mæla dýpið utan við höfnina um leið og öldu lægir.

Óvíst er hvort Herjólfur siglir til Landeyja síðar í dag.

Þetta kemur fram á Vísi.

Fyrri greinSuðurlandsslagur á Laugarvatni
Næsta greinHákon les í bókasafninu