Sandvíkurtjaldurinn lentur

Tjaldapar sem haldið hefur sig í Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi síðustu ár lenti á svæðinu í morgun kl. 10:43.

Þessi hávaðasami vorboði er seinna á ferðinni en síðustu ár, í fyrra lenti hann að kvöldi 4. apríl en árið 2007 var hann snemma á ferðinni, enda góðæri, og lenti þá laust eftir miðnætti 30. mars.

Þeir sem vilja frá vorið beint í æð geta smellt á þennan hlekk hér að neðan og hækkað vel í hátölurunum.

http://www1.nams.is/fuglar/popup_sound.php?name=tjaldur

Fyrri greinGengu á nýrunnu hrauni
Næsta greinSebastian: Hugsanlega hættur sem þjálfari