Sandvíkurtjaldurinn lentur

Tjaldapar sem haldið hefur sig í Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi síðustu ár lenti á túni Sandvík kl. 8:48 sl. þriðjudagsmorgun og er þá staðfest að veturinn er nánast úti.

Frændur þeirra í Þorlákshöfn og á Selfossi eru lentir fyrir nokkru síðan en koma Sandvíkurtjaldsins þykir vera endanleg staðfesting á vorkomunni.

Undanfarin ár hafa fuglaáhugamenn beðið spenntir eftir komu Sandvíkurtjaldsins og hefur komudagur hans verið skrásettur í tæpan áratug. Frá árinu 2007 hefur Sandvíkurtjaldurinn lent á bilinu 30. mars til 11. apríl en yfirleitt í kringum 5. apríl. Hann er því nokkrum dögum fyrr á ferðinni núna en vanalega og þykir það vísa til þess að góð tíð sé framundan.

Að venju tók sunnlenska.is viðtal við tjaldinn þegar hann var lentur og þar rekur hann meðal annars ævintýraför sína yfir hafið frá Bretlandseyjum til Íslands. Hér má hlusta á viðtalið.

Fyrri greinJónas Pálmar sigraði heimakeppni Biggest Loser
Næsta greinÞórsþing á sunnudaginn