Á föstudag útskrifuðust 116 nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurlands, þar af 65 stúdentar. Bestum árangri stúdentanna náði Selfyssingurinn Sara Rós Kolodziej.
Auk bókaverðlauna fékk Sara Rós námsstyrk frá Hollvinasamtökum FSu. Hún fékk einnig verðlaun fyrir ensku, spænsku og efnafræði.
Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir frá Skeiðháholti fékk verðlaun fyrir íslensku, frönsku og jarðfræði og Selfyssingurinn Sigríður Embla Heiðmarsdóttir fékk verðlaun fyrir félagsfræði og sögu.
Auk þeirra fengu Berglind Guðmundsdóttir, Bryndís Ósk Valdimarsdóttir, Sævar Gunnarsson, Marvin Helgi Magnússon og Unnur Þórisdóttir verðlaun fyrir einstakar námsgreinar auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir kór- og félagsstörf.
Flestir stúdentanna voru að ljúka námi á félagsfræðabraut, 29 talsins og 19 á náttúrufræðibraut.