Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hljóta tíu milljón króna styrk frá innviðaráðuneytinu til uppbyggingar við þróun þekkingartengdrar ferðaþjónustu á miðsvæði Suðurlands.
Styrkurinn eru hluti af 130 milljón króna styrkupphæð sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun.
Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023.
Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til ráðherra.