Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar sem birtist í nýlegu fjárlagafrumvarpi að hætta við allar stærri framkvæmdir á Suðurlandi.
Er þar rætt um viðbyggingu og endurbætur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, byggingu verknámshúss við FSu og byggingu þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri.
Segir í ályktun stjórnar SASS að hún mótmæli einnig vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar að fara ekki að gildandi fjárlögum þessa árs þar sem gert er ráð fyrir fjárframlögum til umræddra verkefna á þessu ári.
Skorar stjórn SASS á Alþingi og einkum þingmenn Sunnlendinga að koma í veg fyrir þessi áform.