Rekstarafkoma Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) var neikvæð um 33,7 milljónir króna á síðasta ári.
Munar þar miklu um auknar lífeyrisskuldbindingar sem samtökin hafa tekið á sig í tengslum við sameiningu stofnana en einnig er umtalsvert tap af rekstri Strætó innan svæðis samtakanna.
„Lífeyrisskuldbindingar hafa hækkað ótæpilega og komu okkur nokkuð á óvart,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar SASS. Hann segir að um hafi verið að ræða dýra starfsmenn, bæði innan samtakanna sem og Atvinnuþróunarsjóðs, sem nú hefur lent á framfæri SASS með sameiningu.
Talsvert tap er á ákveðnum leiðum Strætó á Suðurlandi sem orsakar það að í heildina varð um 10 milljón króna tap á þeim hluta sem snýr að samtökunum. Þar munar mest um verulegan tekjusamdrátt sem orðið hefur á skólaakstursleiðinni, sem virðist minna nýtt af nemendum en verið hefur.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.