Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga skorar er á sveitarfélögin á Suðurlandi að samræma sorpflokkun til, einföldunar og betri árangurs við endurvinnslu á sorpi.
Í ályktun sem samþykkt var á ársþingi samtakanna segir að ljóst sé að ólík sorpflokkun á milli sveitarfélaga geti ruglað íbúa og ferðamenn í ríminu og dregið úr þeim árangri sem er nauðsynlegur til þess að draga úr því sorpi sem fer til urðunar.
Þingið leggur til að verkefnið Umhverfis Suðurland vinni að samræmdum upplýsingum og áskorunum til fyrirtækja á Suðurlandi þar sem þau eru hvött til þess að leggjast á árarnar með sveitarfélögunum í að minnka úrgang og auka flokkun og endurvinnslu.