Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa falið þremur fasteignasölum að selja húsnæði samtakanna að Austurvegi 56 á Selfossi.
Um er að ræða 450 fermetra húsnæði í skrifstofu- og verslunarbyggingu, austarlega á Selfossi sem er í eigu nokkurra aðila. Ásett verð að loknu verðmati SASS hlutanum er 85 milljónir króna. Alls eru það átta manns sem hafa þar starfsaðstöðu.
„Það er verið að kanna þennan möguleika, þetta er prýðishúsnæði en of stórt fyrir okkar starfsemi,“ segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS í samtali við Sunnlenska. Ekki liggi önnur ástæða á bakvið fyrirhugaða sölu. „Þetta er fyrst og fremst hagkvæmnismál,“ segir hann.