„Já, fyrstu tvö lömbin eru komin, fallegar gimbrar en sauðburðurinn hefst þó ekki í alvöru fyrr en um 28. apríl,“ segir Halldór Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Hvammi í Ölfusi.
Hann og Sigurbjörg Jóhannesdóttir eru þar með um fjögurhundruð fjár en sjálf búa þau á Nautaflötum í Ölfusi, skammt frá Hvammi.
„Ég hef ekki hugmynd um hvað lömbin verða mörg í vor enda læt ég ekki telja þau í ánum, það verður bara spennandi að sjá hvað þau verða mörg,“ segir Halldór.