Sauðfé hefur ekki lært umferðarreglur

Nú er sauðfé víða komið í heimatún eða smölun í gangi og vill lögreglan á Hvolsvelli hvetja vegfarendur hvort sem þeir eru akandi eða eða á hestum að fara varlega og aka eftir aðstæðum.

Sauðfé hefur ekki lært umferðarreglur og kann ekki að taka tillit til annarra vegfarenda, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.

Einnig vill lögreglan minna börn og foreldra á að nú er tími endurskinsmerkjanna kominn og verður sú vísa aldrei of oft kveðin varðandi aukin sýnileika þeirra sem ganga með endurskinsmerki á fatnaði sínum en endurskinsmerkin auka öryggi gangandi vegfarenda margfalt.

Fyrri greinTöluverð aukning á hraðakstursbrotum
Næsta greinÞrír handteknir vegna kannabisræktunar