Lögreglan á Selfossi var við hraðamælingar í þjóðgarðinum á Þingvöllum síðdegis í gær þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.
Tveir ökumenn voru þar mældir á yfir 70 km hraða. Umferð um þjóðgarðinn hefur aukist verulega og vegurinn þar í gegn mjór með blindbeygjum og –hæðum.
Fimmtán aðrir voru kærðir fyrir hraðakstur á öðrum vegum. Einn þeirra reyndist próflaus og ölvaður á 143 km hraða á Suðurlandsvegi í Ölfusi.
Þá höfðu lögreglumenn afskipti af tveimur ungum mönnum sem grunaðir voru um að hafa verið að kaupa fíkniefni. Við leit á þeim fundust neysluskammtar.