Á annað þúsund farþegar Herjólfs og annarra báta nýttu sér þjónustu lögreglunnar í Landeyjahöfn og fengu að blása í áfengismæli áður en ekið var af stað.
Þrátt fyrir það stöðvaði lögreglan sautján ökumenn, sem voru að koma frá Landeyjahöfn, fyrir ölvun við akstur.
Herjólfur hóf siglingar um kl. 2 aðfaranótt mánudags og siglir sleitulaust milli Eyja og Landeyjahafnar fram til kl. 23 í kvöld. Einnig hefur Akranesið og aðrir smærri bátar flutt fólk milli lands og Eyja í allan dag. Fólksflutningarnir hafa gengið vel.