Seinna hlaupið í Markarfljóti kom niður að Markarfljótsbrúnni rétt eftir kl. 20 í kvöld. Hlaupið er ekki eins stórt og það sem varð fyrr í dag.
Mjög mikill krapi er í ánni. Að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar jarðfræðings við Jarðvísindastofnun HÍ er rennslið orðið stöðugt við gömlu Markarfljótsbrúna og er vatnsyfirborðið þar um einum metra lægra en þegar hlaupið náði hámarki í dag.