Héraðsdómur Suðurlands sektaði í dag karlmann á þrítugsaldri fyrir að klæðast einkennisbol lögreglu á almannafæri.
Maðurinn klæddist bolnum þegar hann var að skemmta sér á Hvítahúsinu á Selfossi í febrúar sl.
Brot mannsins er skilgreint sem brot gegn valdstjórninni og sektaði Ástríður Grímsdóttir, dómari, manninn um 25 þúsund krónur.