Sektaður fyrir að aka á nöglum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður vörubíls sem stöðvaður var við eftirlit á Suðurlandsvegi á mánudaginn í síðustu viku var sektaður vegna aksturs á nagladekkjum.

Honum jafnframt gert að ganga betur frá farmi sem hann flutti á palli bifreiðarinnar.

Lögregluembættin hafa samstarf um vegaeftirlit og vegaskoðanir stórra ökutækja. Í síðustu viku voru skráðar sex slíkar skoðanir og voru gerðar athugasemdir við tvö ökutækjanna.

Fyrri greinÞjótandi bauð lægst í Oddaveg
Næsta greinBúið að draga í sunnlenska bólusetningarlottóinu