Sektaður fyrir hraðakstur á vinnusvæði

Unnið er að tvöföldun Suðurlandsvegar undir Ingólfsfjalli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði 38 ökumenn fyrir hraðakstur í síðustu viku.

Þrír þeirra voru á 130–139 km/klst hraða og einn á 140 km/klst hraða og er sá þar með 150 þúsund krónum fátækari. Hann var á ferðinni á Mýrdalssandi líkt og flestir þeir sem hraðast óku.

Einn var stöðvaður þar sem hann ók bifreið sinni um vinnusvæði á Þjóðvegi 1 skammt frá Ingólfsfjalli þar sem hraði er tekinn niður í 50 km/klst en bifreið hans mældist á 96 km/klst hraða. Hann lýkur máli sínu með greiðslu sektar upp á 80 þúsund krónur.

Fyrri greinSex kærðir fyrir símanotkun við akstur
Næsta greinSmit í Sunnulækjarskóla – 34 í sóttkví