Sektaður fyrir of þungan farm

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan kærði í síðustu viku ökumann flutningabíls en hann flutti of þungan farm um Suðurlandsveg við Hellu.

Maðurinn má hann búast við sekt vegna brots síns.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að mikilvægt sé fyrir ökumenn að fylgjast með breytingum á gildandi þungatakmörkunum á vegum, nú þegar miklar sveiflur eru úr frosti og í hita eða öfugt og líkur á tjóni á vegum því miklar.

Í síðustu viku tók lögreglan nítján stór ökutæki til vegaskoðunar. Tveir eftirvagnar vörubifreiða reyndust ekki uppfylla skilyrði hvað hjóla og ljósabúnað varðar og voru boðaðir á skoðunarstofu til skoðunar. Önnur ökutæki reyndust í lagi.

Fyrri greinGuðbrandur vill leiða Viðreisn
Næsta greinHvergerðingar unnu slaginn í Gjánni